/   yewik.com   / Icelandic  

2019-10-20 01:18:03

Tottenham hefur aðeins unnið einn leik af síðustu sjö og áttu lærisveinar Mauricio Pochettino enn og aftur erfitt í dag er liðið fékk Watford í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lokatölur urðu 1:1. 

Watford komst yfir snemma leiks og var staðan 1:0 allt þar til Dele Alli jafnaði fyrir Tottenham á 86. mínútu og þar við sat. 

Tottenham er í sjöunda sæti með tólf stig eftir níu leiki á meðan Watford er í botnsætinu með fjögur stig. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 


mbl.is
tottenham watford https fyrir unni stig heimskn erfitt aftur pochettino mauricio


User comments